Þegar stofnuð er bein afhending þarf að stofna innkaupapöntun sem tengist sölupöntun. Hægt er að stofna innkaupapöntunina beint eða óbeint.
Innkaupapöntun fyrir beina afhendingu búin til óbeint:
Í reitnum Leit skal færa inn Innkaupatillögublað og velja síðan viðkomandi tengil.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Bein sendingog veljið síðan Sækja sölupantanir. Glugginn Sækja sölupöntun birtist.
Hægt er að beita afmörkun til að velja sölulínurnar sem sóttar eru með keyrslunni. Ef ekki er sett afmörkun endurheimtir keyrslan allar sölulínur sem eru með innkaupakótann Bein afhending.
Veldu hnappinn Í lagi til að ræsa keyrsluna.
Nýju innkaupatillögulínurnar birtast í innkaupatillögubókinni. Bent er á að í reitnum Aðgerðarboð er valkosturinn Nýtt og að reiturinn Samþykkja aðgerðaboð er valinn.
Í glugganum Innkaupavinnublað á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Framkvæma aðgerðarboð. Glugginn Framkvæma aðgerðaboð - Tillögublað opnast. Velja hnappinn Í lagi.
Þá birtast boð þess efnis að innkaupapöntunin hafi verið stofnuð. Velja hnappinn Í lagi.
Til athugunar |
---|
Ef vörurakningu var úthlutað á samsvarandi sölupöntun afritar aðgerðin Sækja sölupöntun einnig vörurakningarlínurnar í nýstofnaða innkaupapöntun. Til að skoða þá skal fara á Flýtiflipann Línur og velja Aðgerðir, velja Lína, og velja svo Vörurakningarlínur. Ekki er hægt að bóka beina afhendingarpöntun sem er með vörurakningu nema vörurakningin sé samstillt. Raðnúmer og lotunúmer verða að vera eins í pöntununum tveimur. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |