Þegar stofnuð er bein afhending þarf að stofna innkaupapöntun sem tengist sölupöntun. Hægt er að stofna innkaupapöntunina beint eða óbeint.
Innkaupapöntun fyrir beina afhendingu búin til beint:
Í reitnum Leit skal færa inn Innkaupapantanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Stofna skal nýja innkaupapöntun.
Fyllt er í reitinn Nr.. Hægt er að ýta á færslulykilinn til að velja næsta tiltæka númer.
Í reitinn Númer afh.aðila er fært númer lánardrottininn sem afhendir vöruna.
Í reitnum Selt-til viðskm.nr. á flýtiflipanum Afhending er ritað númer viðskiptamannsins sem er á sölupöntuninni.
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Panta, skal velja Bein sending og síðan smella á Sækja sölupöntun. Glugginn Söluyfirlit - Pöntun opnast.
Sölupöntunin sem á að nota til að stofna innkaupapöntunina er valin og smellt á Í lagi til að stofna innkaupalista.
![]() |
---|
Í sölupöntunarlínu í sölupöntuninni þarf að vera innkaupakóti fyrir Bein afhending.
Ef vörurakningu var úthlutað á samsvarandi sölupöntun afritar aðgerðin Sækja sölupöntun einnig vörurakningarlínurnar í nýstofnaða innkaupapöntun. Til að skoða þá skal fara á Flýtiflipann Línur og velja Aðgerðir![]() |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |