Þegar stofnuð er bein afhending þarf að stofna innkaupapöntun sem tengist sölupöntun. Hægt er að stofna innkaupapöntunina beint eða óbeint.

Innkaupapöntun fyrir beina afhendingu búin til beint:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Innkaupapantanir og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt. Stofna skal nýja innkaupapöntun.

  3. Fyllt er í reitinn Nr.. Hægt er að ýta á færslulykilinn til að velja næsta tiltæka númer.

  4. Í reitinn Númer afh.aðila er fært númer lánardrottininn sem afhendir vöruna.

  5. Í reitnum Selt-til viðskm.nr. á flýtiflipanum Afhending er ritað númer viðskiptamannsins sem er á sölupöntuninni.

  6. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Panta, skal velja Bein sending og síðan smella á Sækja sölupöntun. Glugginn Söluyfirlit - Pöntun opnast.

  7. Sölupöntunin sem á að nota til að stofna innkaupapöntunina er valin og smellt á Í lagi til að stofna innkaupalista.

Til athugunar
Í sölupöntunarlínu í sölupöntuninni þarf að vera innkaupakóti fyrir Bein afhending.

Ef vörurakningu var úthlutað á samsvarandi sölupöntun afritar aðgerðin Sækja sölupöntun einnig vörurakningarlínurnar í nýstofnaða innkaupapöntun. Til að skoða þá skal fara á Flýtiflipann Línur og velja AðgerðirAction Menu icon, velja Lína, og velja svo Vörurakningarlínur.

Ekki er hægt að bóka beina afhendingarpöntun sem er með vörurakningu nema vörurakningin sé samstillt. Raðnúmer og lotunúmer verða að vera eins í pöntununum tveimur.

Ábending

Sjá einnig