Þegar sala til viðskiptamanns er komin á gjalddaga er hægt að stofna kreditreikning fyrir eitthvað sem hefur áður verið reikningsfært í verki.
Til að stofna og bóka kreditreikning verks:
Í reitinn Leita skal færa inn Verk og velja síðan viðkomandi tengi.
Veljið verk. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Verkhlutalínur verks.
Veljið verkhlutann sem á að búa til kreditreikning fyrir. Á flipanum Heim í flokknum Vinna skal velja Áætlunarlínur verks. Þá opnast glugginn Verkáætlunarlínur.
Áætlunarlínurnar sem verða kreditfærðar eru valdar. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Stofna sölukreditreikning til að opna beiðniglugga runuvinnslunnar Verk - Flytja í kreditreikning.
Reitirnir eru fylltir út á flipanum Valkostir. Hjálp um sérstaka reiti er að finna í Hjálp keyrslunnar. Frekari upplýsingar eru í Verk - Flytja í kreditreikning.
Velja hnappinn Í lagi til að stofna kreditreikning. Til að skoða óbókaða kreditreikninginn skal velja einhverja af áætlunarlínunum sem eru fluttar og fara svo á flipann Heim , flokkinn Vinna og velja Sölureikningar/Kreditreikningar í glugganum Áætlunarlínur verks.
Kreditreikningurinn er bókaður.
Til að skoða bókaða kreditreikninginn skal velja einhverja af áætlunarlínunum sem eru reikningsfærðar og fara svo á flipann Heim, flokkinn Vinna og velja Sölureikningar/Kreditreikningar. Veljið kreditreikninginn og í flokknum Vinna, skal velja Opna sölu-/kreditreikninga.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |