Þegar birgðageymslan er sett upp þannig að krafist sé frágangsvinnslu en ekki móttökuvinnslu er skjalið Birgðafrágangur notað til að skipuleggja og skrá frágangsaðgerðir.
Þrjár leiðir eru í boði til að stofna birgðafrágang:
-
Frágangurinn er stofnaður í tveim þrepum með því að stofna fyrst vöruhúsabeiðni í upprunaskjalinu sem gefur vöruhúsinu merki um að upprunaskjalið sé tilbúið fyrir frágang. Síðan er hægt að stofna birgðafráganginn í glugganum Birgðafrágangur byggt á upprunaskjalinu.
-
Frágangurinn er stofnaður í upprunaskjalinu sjálfu.
-
Hægt er að stofna birgðafrágang fyrir nokkur upprunaskjöl í einu með keyrslunni.
Þessum þrem aðferðum er lýst hér á eftir.
Til að biðja um birgðafrágang með því að gefa út upprunaskjalið
Ef um er að ræða innkaupapantanir, söluvöruskilapantanir og millifærslupantanir á innleið er vöruhússbeiðnin stofnuð með því að gefa út pöntunina.
Í reitnum Leit skal færa inn pöntunarskjalstegundina eins og innkaupapöntunum og velja síðan viðkomandi tengil. Opna skal pöntunina sem á að gefa út.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Afhending veljið Afhending.
Ef um er að ræða framleiðslupantanir, er hægt að stofna vöruhúsabeiðni með því að stofna innleiðarbeiðni í útgefnu framleiðslupöntuninni.
Í reitnum Leit skal færa inn Framleiðslupantanir og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Vöruhús veljið Stofnið vöruhúsabeiðnir á innleið.
Til athugunar |
---|
Einnig er hægt að stofna á vöruhúsabeiðni á innleið með því að gátreitinn Stofna beiðni á innleið þegar framleiðslupöntun er endurnýjuð. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að endurnýja Framleiðslupantanir. |
Þegar vöruhúsabeiðnin hefur verið stofnuð getur starfsmaður vöruhússins sem er að stofna frágang séð að upprunaskjalið er tilbúið fyrir frágang og stofnað fylgiskjal fyrir birgðafrágang.
Birgðafrágangur stofnaður á grundvelli upprunaskjals:
Í reitnum Leit skal færa inn Birgðafrágangur og velja síðan viðkomandi tengil.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Í reitnum Upprunaskjal er valin sú tegund upprunaskjalsins sem verið er að ganga frá.
Í reitnum Forðanr. er forðaskjal valið.
Að öðrum kosti, á flipanum Aðgerðir, í flokknum Aðgerðir, skal velja Sækja upprunaskjal til að velja fylgiskjal úr lista yfir upprunaskjöl á innleið sem eru tilbúin til frágangs á staðnum.
Velja hnappinn Í lagi til að fylla út frágangslínur í samræmi við valið upprunaskjal.
Birgðafrágangur stofnaður úr upprunaskjali:
Í upprunaskjalinu, sem getur verið innkaupapöntun, vöruskilapöntun, millifærslupöntun á innleið eða framleiðslupöntun, í flipanum Aðgerðir, í hópnum Vöruhús, skal smella á hnappinn Stofna birgðafrágang/-tínslu.
Á flýtiflipanum Valkostir skal velja reitinn Stofna birgðafrágang. Ef prenta á frágangslista er reiturinn Prenta skjal valinn.
Velja hnappinn Í lagi. Nýr birgðafrágangur er stofnaður og ef kosturinn Prenta fylgiskjal var valinn verður frágangslistinn prentaður.
Fleiri en einn birgðafrágangur stofnaðir með keyrslu:
Í reitnum Leita skal færa inn Stofna frág./tínslu/hreyfingu í birgðum og velja síðan viðkomandi tengi.
Á flýtiflipanum Vöruhúsabeiðni í beiðniglugganum eru reitirnir Upprunaskjal og Upprunanúmer notaðir til að afmarka eftir tilteknum gerðum fylgiskjala eða sviðum fylgiskjalanúmera.
Á flýtiflipanum Valkostir skal velja reitinn Stofna birgðafrágang. Ef prenta á frágangslista skal velja reitinn Prenta fylgiskjal.
Velja hnappinn Í lagi. Birgðafrágangurinn verður stofnaður og ef reiturinn Prenta fylgiskjal er valinn verður frágangslistinn prentaður.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |