Þegar búnar eru til þjónustupantanir fyrir viðskiptamenn sem ekki eru skráðir í Microsoft Dynamics NAV má stofna þá úr glugganum Þjónustupöntun eða Þjónustutilboð.

Nauðsynlegt er að setja upp sniðmát viðskiptamanns áður en hægt er að stofna viðskiptamann út frá þjónustupöntun. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp sniðmát viðskiptamanns.

Viðskiptamenn stofnaðir út frá þjónustupöntun:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Þjónustupantanir og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Ný þjónustupöntun er stofnuð.

  3. Í reitnum Nr. er fært inn númer fyrir þjónustupöntunina.

    Hafi númeraröð fyrir þjónustupöntun verið sett upp í glugganum Þjónustukerfisgrunnur er einnig hægt að styðja á færslulykilinn til að velja næsta lausa þjónustupöntunarnúmer.

  4. Fyllt er í reitina Nafn , Aðsetur og Póstnúmer/ Bær fyrir nýja viðskiptamanninn.

  5. Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Stofna viðskiptamann. Glugginn Sniðmát viðskiptamanns opnast. Fletta að viðeigandi sniðmáti og velja svo hnappinn Í lagi.

Nýja viðskiptavininum er úthlutað númeri sjálfkrafa og viðskiptamannaspjald stofnað. Viðeigandi reitir eru fylltir út í þjónustupöntuninni með því að afrita upplýsingar úr sniðmáti þjónustuviðskiptamanns.

Ábending

Sjá einnig