Hægt er að stofna nýtt gagnasniðmát ef sjálfgefin sniðmát henta ekki nýja fyrirtækinu. Ef stofna á fleiri en eitt gæti verið gagnlegt að nota nafnavenju fyrir reitinn Kóti.
Stofna gagnasniðmáts
Hvert sniðmát samanstendur af haus og línum. Þegar sniðmát er stofnað er hægt að tilgreina við hvaða reiti skal alltaf jafna við gögn af tiltekinni gerð. Til dæmis er hægt að stofna mismunandi sniðmát viðskiptamanns sem eiga við mismunandi tegundir viðskiptamanna. Þegar viðskiptavinurinn er stofnaður með sniðmáti er hægt að nota sniðmátsgögn til að fylla ákveðna reiti út fyrirfram.
Til að stofna gagnasniðmátshaus
Opnið gluggann Sniðmátslisti grunnstillingar.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Í reitnum Kóti færið inn einstakt auðkenni fyrir sniðmátið.
Í reitnum Lýsing færið inn lýsingu á sniðmátinu.
Í reitnum Kenni töflu færið inn töfluna sem sniðmátið á við um. Heiti töflu svæðið er sjálfkrafa fyllt út þegar Kenni töflu svæðið hefur verið stillt.
Til að stofna gagnasniðmátslínu
Á flýtiflipanum Línur í fyrstu línunni veljið reitinn Heiti reits. Glugginn Reitalisti sýnir lista með svæðum í töflunni.
Veljið reit og smellið á hnappinn Í lagi. Texti reits svæðið er fyllt út með svæðisnafninu.
Í reitnum Sjálfgefið gildi færið inn viðeigandi gildi. Í sumum getur hentað að nota gildi sem ekki er tiltækt í gagnagrunninum. Í því tilviki er hægt að velja gátreitinn Sleppa tengslaathugun til að hægt vinna megi með gögn án villna.
Ábending þar sem svæðið Sjálfgefið gildi flettir ekki upp í samsvarandi valkostum reita Microsoft Dynamics NAV þá afritast og límist gildið úr tengdri síðu í sniðmátið. Veljið gátreitinn Áskilið. Gátreiturinn er einungis til upplýsinga. Gefur til kynna að notandi þarf að færa upplýsingar í reitinn en engum rekstrargrunni er framfylgt. Til dæmis er ekki hægt að reikningsfæra og bóka pöntun ef bókunarflokkar hafa ekki verið settir upp. Þar sem bókunarflokka er krafist er hægt að velja gátreitinn Áskilið fyrir þessa reiti.
Í reitnum Tilvísun eru færðar inn upplýsingar um reitinn eftir þörfum.
Velja hnappinn Í lagi.
Flytja út í sniðmát í Excel
Hægt er að stofna Excel-vinnubók með fljótlegum hætti til að nota sem sniðmát sem byggt er á uppbyggingu fyrirliggjandi gagnasafnstöflu. Þá má nota sniðmát til að safna saman gögnum um viðskiptavini með samræmdum sniði fyrir síðari innflutningi í Microsoft Dynamics NAV.
Til að flytja út í sniðmát
Opna skal skilgreiningarvinnublaðið.
Bæta töflu við listann, eða velja fyrirliggjandi töflu.
Skilgreina reitina úr töflunni sem á að taka með í sniðmátinu. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að vinna með grunnstillingu fyrirtækis í vinnublaði.
Á flipanum Heim í flokknum Excel veljið Flytja í sniðmát.
Nefna og vista .xlsx-skrá. Excel-vinnubókin opnast sjálfkrafa.
Nú er hægt að færa inn gögn um viðskiptavini í Excel-vinnublaðið. Ef margar töflur hafa verið fluttar út verður hver tafla á eigin vinnublaði. Vistið vinnubókina áður en haldið er áfram í næsta skref.
Til athugunar |
---|
Eftirfarandi villa getur komið upp þegar enska útgáfa Excel er notuð en tungumálastilling er fyrir annað tungumál en ensku: Gamalt snið eða ógilt tegundasafn. Til að leiðrétta þessa villu þarf að tryggja að tungumálapakkinn fyrir tungumálið sem ekki er enska sé uppsettur. Nánari upplýsingar eru í grein 320369 í þekkingargrunninum: „Old format or invalid type library” error when automating Excel (villan „Gamalt snið eða ógilt tegundasafn“ við sjálfvirkjun Excel). |
Til að flytja inn úr sniðmáti
Opna skal skilgreiningarvinnublaðið.
Á flipanum Heim í flokknum Excel veljið Flytja úr sniðmáti.
Fara í vinnublað sniðmáts sem notandi bjó til. Velja Opna.
Til að bæta gögnum um viðskiptavini sem hefur verið safnað í gagnagrunninn er farið á flipann Heim, flokkinn Ferli og Nota gögn valið.
Þegar gögnum er jafnað úr sniðmáti í Excel á töflu sem hefur einnig skilgreiningarsniðmát tengt við sig í skilgreiningarpakkanum eru sjálfgefnu reitsgildin úr grunnstillingarsniðmátinu líka jöfnuð.
Hvers kyns skrá með gögnum sem eru notuð á þennan hátt er lokin, vegna þess að hún samanstendur af gögnum sem færð eru inn af notanda í Excel, auk sjálfgilda sem tilgreind eru í grunnstillingarsniðmátinu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |