Hver notandi sem framkvæmir vöruhúsaaðgerðir verður að vera settur upp sem starfsmaður sem hefur verið úthlutað einni sjálfgefinni birgðageymslu og hugsanlega fleiri staðsetningum sem ekki eru sjálfgefnar. Þessi notandauppsetning afmarkar allar vöruhúsaaðgerðir í gagnagrunninum við staðsetningu notandans svo hann geti einungis framkvæmt vöruhúsaaðgerðir í sjálfgefnu birgðageymslunni. Hægt er að úthluta notanda fyrir birgðageymslur sem ekki eru sjálfgefnar sem hann getur skoðað aðgerðalínur fyrir en ekki framkvæmt aðgerðirnar.
Setja upp vöruhúsastarfsmenn
Í reitnum Leit skal færa inn Stjórnun og velja síðan viðkomandi tengil.
Í Stjórnun á svæðinu Uppsetning forrits, er Vöruhús valið.
Velja Vöruhús, og síðan Vöruhúsastarfsmenn.
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Veljið reitinn Kenni notanda og veljið síðan notandann sem á að bæta við sem vöruhúsastarfsmanni. Velja hnappinn Í lagi.
Í reitnum Kóti birgðageymslu er færður inn kóti birgðageymslunnar þar sem notandinn verður starfandi.
Gátreiturinn Sjálfgefið er valinn til þess að skilgreina birgðageymsluna sem einu staðsetninguna þar sem starfsmaður getur framkvæmt vöruhúsaaðgerðir.
Skrefin eru endurtekin til að úthluta öðrum starfsmönnum á birgðageymslur eða úthluta birgðageymslum sem ekki eru sjálfgefnar til vöruhúsastarfsmanna sem þegar eru til.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |