Ef hólf eru notuð í birgðageymslu verður öll móttaka, afhending og hreyfing á vörum mun auðveldari ef sjálfgefin hólf eru notuð. Þegar sjálfgefið hólf er tengt vöru leggur kerfið það til í hvert sinn sem færsla fer í gang fyrir vöruna. Sjálfgefin hólf eru skilgreind í glugganum Innihald hólfs.
Til að úthluta sjálfgefnu hólfi
Í reitnum Leit skal færa inn Vinnublað f. stofnun hólfainnihalds og velja síðan viðkomandi tengil.
Tilgreindur er hólfkóti og vöruupplýsingar fyrir hvert hólf sem á að verða sjálfgefið og vöru. Gæta skal þess að velja reitinn Sjálfgefið.
Þegar þú hefur lokið þér af er farið á flipann Aðgerðir í flokknum Aðgerðir og Stofna innihald hólfa valið. Sjálfgefin hólf hafa nú verið tengd vörunum.
Til athugunar |
---|
Þegar gengið er frá vöru og hún er ekki með sjálfgefið hólf gerir kerfið hólfið sem hún er sett í sjálfgefið. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |