Ef afrita á söluverð, svo sem söluverð tiltekins viðskiptamanns, og nota í verðflokki viðskiptamanna þarf að keyra keyrsluna Leggja til söluverð á vinnublaði.

Keyrslan er í glugganum Vinnublað söluverðs.

Söluverð afritað:

  1. Í reitnum Leita skal færa inn Vinnublað söluverðs og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Leggja til söluverð á minnisblaði.

  3. Á flýtiflipanum Söluverð skal færa þá tegund sölu og kóta sölu sem gilda í söluverðinu sem á að afrita inn í reitina.

  4. Efst í beiðnaglugganum er fyllt út í Tegund sölu og Kóta sölu með gerðinni og heitinu sem afrita á söluverðið í.

  5. Ef stofna á nýtt verð í keyrslunni er reiturinn Stofna nýtt verð valinn.

  6. Veldu hnappinn Í lagi til að setja nýtt verð í línurnar í glugganum Vinnublað söluverðs og gefa til kynna að það gildi fyrir þá tegund sölu sem var valin.

Til athugunar
Keyrslan gerir aðeins tillögur, hún framkvæmir ekki breytingarnar. Ef tillögurnar eru viðunandi og eiga að taka gildi, þ.e. setja á þær í töfluna Söluverð , má nota keyrsluna Innleiða verðbreytingar í flipanum Aðgerðir, flokknum Aðgerðir í glugganum Vinnublað söluverðs.

Ábending

Sjá einnig