Hægt er að nota keyrsluna Afrita afskriftabók til að afrita færslur úr einni afskriftabók í aðra. Við keyrsluna verða til bókarlínur í bókarkeyrslunni sem tilgreind var í glugganum Eignabókargrunnur fyrir afskriftabókina sem á að afrita í.
Afritun eignafærslna
Í reitnum Leit skal færa inn Afskriftabækur og velja síðan viðkomandi tengil.
Veljið afskriftabókina.
Á flipanum Heim í flokknum Stjórna veljið Breyta lista til að opna gluggann Afskriftabókarspjald.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Aðgerðir veljið Afrita afskriftabók.
Í glugganum Afrita afskriftabók á flýtiflipanum Valmöguleikar fyllið út reitina.
Á flýtiflipanum Eign er sett afmörkun til að velja eignirnar sem á að afrita færslur úr. Ef afmörkun er ekki tilgreind verða allar eignafærslur afritaðar.
Veldu hnappinn Í lagi til að hefja keyrsluna.
Afrituðu línurnar eru annaðhvort búnar til í fjárhagsbókinni eða eignabókinni eftir því hvort fjárhagsheildun er virk fyrir afskriftabókina sem verið er að afrita. Bóka þarf bókina til að afrita færslurnar.
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |