Stundum getur þurft að skipta um sjálfgefið hólf vöru eða gefa nýrri vöru sjálfgefið hólf.
Tiltekinni vöru úthlutað sjálfgefnu hólfi eða úthlutun breytt:
Í reitnum Leit skal færa inn Innihald hólfs og velja síðan viðkomandi tengil.
Í reitnum Birgðageymsluafmörkun er valinn réttur birgðageymslukóti.
Gildandi sjálfgefið hólf vörunnar er fundið og reiturinn Sjálfgefið hólf er hreinsaður.
Hólfinnihaldslína hólfsins sem á að verða sjálfgefið er fundin. Veljið reitinn Sjálfgefið hólf.
Til athugunar |
---|
Þegar gengið er frá vöru í fyrsta skipti og hún er ekki með sjálfgefið hólf gerir kerfið hólfið sem hún er sett í sjálfgefið. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |