Verkraðir eru áhrifaríkt verkfæri til að raða notkun viðskiptaferla í bakgrunni. Til dæmis gæti komið upp tilvik þar sem margir notendur reyna að bóka sölupantanir samtímis, en einungis er hægt að afgreiða eina pöntun í einu. Með því að setja upp bakgrunnsbókunarferli er hægt að setja bókanirnar í biðröð fyrir vinnslu í bakgrunni. Einnig er hægt að á að áætla bókanir fyrir tíma hentugum fyrir fyrirtækið. Til dæmis getur það verið við hæfi í fyrirtæki notanda að keyra tilteknar vinnslur þegar flestum gagnafærslum fyrir daginn er lokið.

Microsoft Dynamics NAV styður bakgrunnsbókun fyrir eftirfarandi tegundir skjala:

Ef ekki er hægt að bóka sölupöntunina breytist staðan í Villa og þá er sölupöntuninni bætt við lista yfir sölupantanir sem notandinn mun meðhöndla.

Til athugunar
Þegar fylgiskjal hefur verið tímasett til bókunar og bókunarferlið hefst, mun það renna út sjálfkrafa eftir tvo klukkutíma ef bókunarferlið svarar ekki einhverra hluta vegna.

Eftirfarandi ferli sýnir hvernig eigi að nota verkröð til að gera bakgrunnsbókun sölupantana.

Til að bóka í bakgrunni með verkröð

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Sölugrunnur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Í glugganum Sölugrunnur skal stækka flýtiflipann Bókun í bakgrunni.

  3. Veljið gátreitinn Bóka með verkröð.

  4. Til að sía í sölupöntunargerð verkraðarfærslu skal velja reitinn Flokkakóti verkraðar og velja flokkinn SalesPost. Þegar þessi flokkur er valinn er verið að afmarka á allar sölupantanir sem passa við allar verkraðir sem hafa sama flokkakóða.

    Microsoft Dynamics NAV stofnar verkraðarfærslu sem tilgreinir aðgerð 88. Stofnun færslunnar er sjálfvirk. Nánari upplýsingar um hvernig á að stofna verkraðarfærslu eru í Nota verkraðir til að tímaraða verkhlutum.

  5. Í reitnum Leit skal færa inn Verkraðir og velja síðan viðkomandi tengil. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að setja upp Verkraðir.

  6. Í reitnum Kóti veljið verkraðakótann Sölubókun og á flipanum Heim veljið Breyta.

  7. Útvíkka flýtiflipann NAS stillingar og hreinsa gátreitinn Byrja sjálfkrafa frá NAS. Nánari upplýsingar um ræsingu verkraða eru í Hvernig á að setja upp Verkraðir.

  8. Á flipanum Heim, í flokknum Vinna, skal velja Hefja verkröð.

  9. Til að staðfesta að verkröðin vinni eins og búist er við skal bóka sölupöntun. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að bóka sölupantanir.

    Ábending
    Ef ekki á að bóka einstakar sölupantanir sem er tímasett til bókunar, er hægt að fjarlægja hana úr verkröðinni.

    1. Fyrir sölupöntunarsíðuna eða sölupöntunarlistann skal sérstilla borðann til að bæta við eftirfarandi aðgerð: Fjarlægja úr verkröð. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að sérstilla borða.
    2. Veljið pöntunina sem fjarlægja á úr biðröðinni og í flokknum sem aðgerðinni hefur verið bætt við, skal velja Fjarlægja úr verkröð.

  10. Í reitnum Leit skal færa inn Skrárfærslur verkraðar og velja síðan viðkomandi tengil.

    Í glugganum Skrárfærslur verkraðar er hægt að sjá hvort bókun sölupöntunar er í gangi og hefur tekist í verkröðinni.

Önnur leið til að skoða kladdafærslur er að nota hlutann Mín verkröð. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að nota hlutann Mín verkröð.

Næsta ferli útskýrir þau skref sem þarf að taka til að bóka og prenta í bakgrunni.

Til að bóka og prenta í bakgrunni

  1. Setja upp prentara til að vinna í bakgrunni. Nánari upplýsingar er að finna í Hvernig á að tilgreina prentaraval fyrir skýrslur og Printing Reports from a Background Session.

  2. Í reitnum Leit skal færa inn Sölugrunnur og velja síðan viðkomandi tengil.

  3. Í glugganum Sölugrunnur skal stækka flýtiflipann Bókun í bakgrunni.

  4. Veljið gátreitinn Bóka og prenta með verkröð.

  5. Fylgja öllum skrefum sem eftir eru í fyrra ferli til að ljúka verkinu.

Mikilvægt
Þegar fylgiskjal er sent til prentara og prentari sýnir svarglugga, svo sem beiðni um auðkennisupplýsingar eða viðvörun um að blek sé að klárast, bókast fylgiskjalið en prentast ekki út. Samsvarandi verkraðarfærsla rennur á endanum út á tíma og reiturinn Staða stillist á Villa. Ekki er mælt með notkun prentarauppsetningar sem krefst samskipta við svarglugga prentara samhliða bakgrunnsbókunar.

Ábending

Sjá einnig