Hægt er að úthluta fyrirtækinu og viðskiptafélögum, viðskiptamönnum, birgjum og stöðvum grunndagatali. Afhendingar -og móttökudagsetningar á væntanlegum sölupöntunum, innkaupapöntunum, millifærslupöntunum og framleiðslupöntunarlínum eru reiknaðar eftir virkum dögum á dagatalinu.
Hér á eftir er tekið dæmi af áætlun afhendingardagsetninga á sölupöntunarlínum fyrir viðskiptamann. Nú þegar er tiltækt uppsett grunndagatal .
Grunndagatöl eru tengd fyrirtæki notanda, viðskiptamönnum, lánardrottnum, birgðastöðvum og flutningsaðilum á eftirfarandi hátt:
-
Á spjöldunum Stofngögn og Viðskiptamaður er grunndagatalið tengt við flýtiflipann Afhending .
-
Á spjaldinu Lánardrottinn er grunndagatalið úthlutað á flýtiflipann Móttaka.
-
Á spjaldinu Birgðageymsla er grunndagatalinu úthlutað á flýtiflipann Vöruhús.
-
Í glugganum Flutningsaðilar er grunndagatalið tengt við gluggann Flutningsþjónusta.
Úthlutun grunndagatals
Í reitinn Leita skal færa inn Viðskiptamenn og velja síðan viðkomandi tengi.
Opna spjaldið Viðskiptamaður sem fær úthlutað grunndagatali.
Á flýtiflipanum Afhending, í reitnum Kóti grunndagatals, er valið er það grunndagatal sem á að úthluta.
Mikilvægt |
---|
|
Til athugunar |
---|
Ekki er hægt að búa til sérsniðnar dagatalsfærslur fyrr en fyrirtækinu hefur verið úthlutað grunndagatal. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |