Hægt er að úthluta fyrirtækinu og viðskiptafélögum, viðskiptamönnum, birgjum og stöðvum grunndagatali. Afhendingar -og móttökudagsetningar á væntanlegum sölupöntunum, innkaupapöntunum, millifærslupöntunum og framleiðslupöntunarlínum eru reiknaðar eftir virkum dögum á dagatalinu.

Hér á eftir er tekið dæmi af áætlun afhendingardagsetninga á sölupöntunarlínum fyrir viðskiptamann. Nú þegar er tiltækt uppsett grunndagatal .

Grunndagatöl eru tengd fyrirtæki notanda, viðskiptamönnum, lánardrottnum, birgðastöðvum og flutningsaðilum á eftirfarandi hátt:

Úthlutun grunndagatals

  1. Í reitinn Leita skal færa inn Viðskiptamenn og velja síðan viðkomandi tengi.

  2. Opna spjaldið Viðskiptamaður sem fær úthlutað grunndagatali.

  3. Á flýtiflipanum Afhending, í reitnum Kóti grunndagatals, er valið er það grunndagatal sem á að úthluta.

Mikilvægt
  • Ef fyrirtæki er ekki úthlutað grunndagatali reiknar kerfið alla daga út sem virka daga.
  • Ef engin birgðastöð er tilgreind á pöntunarlínu reiknar kerfið alla daga út sem virka daga.
  • Hvers kyns grunndagatal sem skilgreint er fyrir lánadrottininn eða birgðageymsluna hefur áhrif á það hvernig dagsetningarnar eru reiknaðar út og sléttaðar til virkra daga. Frekari upplýsingar eru í Útreikn. afhendingartíma.

Til athugunar
Ekki er hægt að búa til sérsniðnar dagatalsfærslur fyrr en fyrirtækinu hefur verið úthlutað grunndagatal.

Ábending

Sjá einnig