Þegar grunndagatal er sérsniðið fyrir fyrirtækið eða einhvern viðskiptafélaga eru breytingar á frídögum og virkum dögum færðar inn.

Til dæmis sýnir grunndagatal yfirleitt alla laugardaga sem frídaga, en sérsniðið dagatal fyrir tiltekna stöð kann að sýna alla laugardaga í nóvember og desember fram að jólum sem virka daga.

Í eftirfarandi dæmi er stuðst við vinnustöð. Nú þegar er tiltækt uppsett grunndagatal fyrir þessa stöð.

Dagatal sérsniðið:

  1. Í reitnum Leit skal færa inn Birgðageymslur og velja síðan viðkomandi tengil.

  2. Opna birgðageymsluna sem á að uppfæra. Á flýtiflipanum Vöruhús skal velja Sérsniðin dagbók til að opna gluggann Sérsniðnar dagatalsfærslur. Athugið að dagatal verður að vera valið í grunndagatalskóta svæðinu.

    Þá opnast glugginn Sérsniðnar dagatalsfærslur. Enn eru dagatalsfærslur allar eins og þær sem eru í grunndagatalinu. Reiturinn Frídagar er valinn fyrir frídaga.

  3. Á flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Viðhalda sérsniðnum dagtalsbreytingum.
    Þá opnast glugginn Sérsniðnar dagatalsbreytingar.

  4. Bæta við línum fyrir sérsniðnar dagatalsfærslur. Þegar lína er færð inn er reiturinn Frídagar valinn. Fjarlægja má gátmerkið ef gera á daginn aftur að virkum degi.

  5. Reiturinn Ítrekunarkerfi er notaður til þess að merkja tiltekna dagsetningu eða dag sem fastan frídag. Í boði eru tveir kostir, Árleg ítrekun eða Vikuleg ítrekun. Ef valin er Árleg ítrekun þarf einnig að færa inn viðkomandi dagsetningu í reitinn Dagsetning. Ef valin er Vikuleg ítrekun þarf einnig að færa inn viðkomandi vikudag í reitinn Dagur.
    Ef reiturinn er hafður auður verður að fylla út reitinn Dagsetning. Reiturinn Dagur er fylltur sjálfkrafa út. Þetta getur komið sér vel ef merkja á staka dagsetningu sem frídag eða virkan dag. Velja hnappinn Í lagi.

  6. Í glugganum Sérsniðnar dagatalsbreytingar sjást dagsetningarfærslurnar sem eru uppfærðar samkvæmt breytingunum sem hafa verið gerðar. Velja hnappinn Loka.

  7. Á spjaldinu Birgðageymsla sést að í reitnum Sérsniðin dagbók stendur orðið og sýnir að sérsniðið dagatal hefur verið sett upp.

Mikilvægt
  • Ef ekki er fyllt út í reitinn Kóti birgðageymslu í pöntunarlínu verður dagatal fyrirtækisins notað.
  • Ef ekki er fyllt út í reitinn Kóti flutningsaðila í pöntunarlínu er dagatal fyrirtækisins notað.

Til athugunar
Ef breytingar eru gerðar á grunndagatali sem sérsniðin dagatöl eru byggð á uppfærir kerfið líka öll sérsniðin dagatöl sjálfvirkt.

Ábending

Sjá einnig