Sjálfgefið er að skýrsla hafa innbyggt skýrsluútlit, sem getur verið RDLC-skýrsluútlit, Word-skýrsluútlit eða bæði. Ekki er hægt að breyta innbyggðu útliti. Þú getur einnig búið til þitt eigið sérsniðið útlit sem gerir þér kleift að breyta útliti skýrslu þegar hún er skoðuð, prentuð eða vistuð. Hægt er að búa til mörg sérsniðin skýrsluútlit fyrir sömu skýrsluna, og skipta svo á milli útlita fyrir skýrsluna eftir þörfum.
Til að búa til sérsniðið útlit geturðu búið til afrit af öðru sérsniðið útliti, eða bætt við nýju sérsniðnu útliti, sem í flestum tilfellum er byggt á innbyggða útlitinu. Þegar þú bætir við nýju sérsniðnu útliti geturðu valið að bæta við RDLC-skýrsluútliti, Word-skýrsluútliti eða bæði. Nýja sérsniðna útlitið verður sjálfkrafa byggt á innbyggða útlitinu fyrir skýrsluna ef það er til staðar. Ef ekkert innbyggt útlit fyrir gerðina er til þá er stofnað nýtt autt útlit, sem verður að breyta og hanna frá grunni. Frekari upplýsingar um RDLC- og Word-skýrsluútlit, innbyggð útlit, sérsniðið útlit og fleira eru í Um skýrsluútlit.
Til að búa til sérsniðið útlit
Í reitnum Leita í Microsoft Dynamics NAV Windows biðlari eða Microsoft Dynamics NAV Vefbiðlari, sláið inn Val á útliti skýrslu og velja síðan viðkomandi tengil.
Val á útliti skýrslu glugginn sýnir allar skýrslur sem eru í boði fyrir fyrirtæki sem er tiltekið í reitnum Fyrirtæki efst í glugganum.
Stilltu reitinn Fyrirtæki á fyrirtækið sem búa á til skýrsluútliti fyrir.
Veldu röðina fyrir skýrsluna sem þú vilt stofna útlitið fyrir, og svo, á flipanum Heim í hópnum Vinna veldu Sérstillt útlit.
Sérsniðin skýrsluútlit glugginn birtist og sýnir öll sérsniðin útlit sem eru í boði fyrir völdu skýrsluna.
Ef þú vilt búa til afrit af sérsniðnu útliti sem þegar er til velurðu sérsniðið útlitið af listanum og svo, á flipanum Heim í flokknum Nýtt velurðu Afrita.
Afrit af sérsniðna útlitinu birtist í Sérsniðin skýrsluútlit glugganum með orðunum Afrit af í Lýsing reitnum.
Ef þú vilt bæta við nýju sérsniðnu útliti sem byggir á innbyggðu útliti skaltu gera eftirfarandi:
Á flipanum Heim í flokknum Nýtt skal velja Nýtt.
Glugginn Setja inn forsniðið útlit fyrir skýrslu opnast. Reitirnir Auðkenni og Heiti eru fylltir inn sjálfkrafa.
Til að bæta við sérsniðnu Word-skýrsluútliti fyrir skýrsluna skaltu velja Setja inn Word-útlit gátreitinn.
Til að bæta við sérsniðnu RDLC-skýrsluútliti skaltu velja Setja inn RDLC-útlit gátreitinn.
Velja hnappinn Í lagi.
Nýja sérsniðna útlitið birtist í Sérsniðin skýrsluútlit glugganum. Ef nýtt útlit byggir á innbyggðu útliti er það með orðin Afrit af innbyggðu útiliti í Lýsing reitnum. Ef ekkert innbyggt útlit var til staðar fyrir skýrsluna þá er nýja útlitið með orðin Nýtt útlit í Lýsing reitnum, sem táknar að sérsniðna útlitið er autt.
Heiti fyrirtækis reiturinn er sjálfgefið auður, sem táknar að sérsniðið útlit er í boði fyrir skýrsluna í öllum fyrirtækjum. Til að gera sérsniðið útlit aðeins aðgengilegt fyrir tiltekið fyrirtæki, á flipanum Heim í hópnum Stjórna velurðu Breyta og stillir svo Heiti fyrirtækis reitinn á það fyrirtæki sem þú vilt.
Sérsniðna útlitið hefur verið búið til. Þá er hægt að breyta sérsniðna útlitinu eftir þörfum. Frekari upplýsingar eru í Hvernig á að breyta sérsniðnu skýrsluútliti.
Upplýsingar um það hvernig á að nota sérsniðið útlit sem sjálfgefið útlit fyrir skýrsluna er að finna í Hvernig á að breyta því hvaða útlit er notað á skýrslum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |