Ef keypt er af lánardrottni í einum gjaldmiðli og greitt í öðrum gjaldmiðli er hægt að jafna greiðsluna innkaupunum.
Ef færsla (Færsla 1) í einum gjaldmiðli er jöfnuð við færslu (Færsla 2) í öðrum gjaldmiðli notar forritið bókunardagsetninguna í Færslu 1 til að finna viðeigandi gengi til að breyta upphæðunum í Færslu 2. Gengi haldið við í glugganum Gengi gjaldmiðla.
Lánardrottnafærslur jafnaðar hver annarri í mismunandi gjaldmiðlum:
Í reitnum Leit skal færa inn Greiðslubók og velja síðan viðkomandi tengil.
Fyllt er í fyrstu bókarlínuna með gjaldmiðilskóta.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Jafna færslur.
Smellt er í línuna með færslunni sem jafna á við færsluna í greiðslunni. Á flipanum Færsluleit, í flokknum Forrit, skal velja Setja kenni jöfnunar og velja færsluna sem jafna á við.
Velja hnappinn Í lagi til að snúa aftur í greiðslubók.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Bókun veljið Bóka til að bóka greiðsluna.
Mikilvægt |
---|
Þegar færslur í mismunandi gjaldmiðlum eru jafnaðar hver við aðra breytir forritið færslurnar í SGM. Jafnvel þó gengið fyrir hina tvo viðeigandi gjaldmiðla sé fast, t.d. milli DEM og EUR, kann að vera einhver afgangur þegar þessum upphæðum í erlendum gjaldmiðlum er breytt í SGM. Þessar litlu afgangsupphæðir eru bókaðar sem hagnaður eða tap á þann reikning sem er tilgreindur í reitunum Reikningur orðins hagnaðar eða Reikningur orðins taps í glugganum Gjaldmiðlar. Reiturinn Upphæð (SGM) er einnig stilltur á viðeigandi lánardrottnafærslur. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |