Úthluta má viðhengjum á samskiptasniðmát. Hægt að gera þetta með því að búa til skjöl í Microsoft Word, til dæmis stöðluð bréf, verðlista, samninga og svo framvegis. Hægt að nota þessi skjöl þegar samskipti við tengiliði eru skráð.
Til athugunar |
---|
Stofnun viðhengja með prufuútgáfu af af Microsoft Office er ekki studd. |
Viðhengi búin til:
Í reitnum Leita skal færa inn Samskiptasniðmát og velja síðan viðkomandi tengi.
Samskiptasniðmátið sem búa á til viðhengi fyrir er fundið.
Aðeins er hægt að búa til viðhengi ef ekki er þegar til viðhengi fyrir samskiptasniðmátið. Ekki er hægt að búa til viðhengi ef reiturinn Viðhengi er stilltur á Já.)
Á flipanum Færsluleit, í flokknum Viðhengi, skal velja Stofna.
Við skeytinu sem biður um leyfi til að ræsa Word skal bregðast með því að velja valkostinn Leyfa fyrir þessa biðlarasetu.
Microsoft Word er ræst og opnar nýtt skjal.
Skrifað er í skjalið og því lokað.
Veldu hnappinn Já til að vista skjalið og flytja það úr Microsoft Word í Microsoft Dynamics NAV.
Einnig má nota sömu aðferð til að búa til viðhengi í glugganum Hluti.
Til athugunar |
---|
Reiturinn Insert Merge Field í Microsoft Word skjalinu inniheldur þegar reiti úr töflunni Tengiliður og skyldum töflum. Reitina má nota til að skrifa skjalið. Hafi verið ákveðið að geyma viðhengi í Microsoft Dynamics NAV í glugganum Tengslastjórnunargrunnur er skjalið geymt í Microsoft Dynamics NAV þó svo að það hafi einnig verið vistað á diski. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |