Áður en INTRASTAT-skýrslan er send á disklingi er hægt að prenta gátlista með sömu upplýsingum og verða í skránni.
Gátlistaskýrsla prentuð
Í reitnum Leit skal færa inn Intrastatbók og velja síðan viðkomandi tengil.
Í glugganum Intrastatbók er viðeigandi færslubókarkeyrsla valin í reitnum Heiti keyrslu.
Fylla skal handvirkt út í færslubókina, ef það hefur ekki verið gert nú þegar, eða velja Sækja færslur í flokknum Almennt á flipanum Aðgerðir.
Á flipanum Aðgerðir í flokknum Prenta veljið Prófunarlistaskýrsla.
Sett er gátmerki í reitinn Sýna Intrastatbókarlínur ef taka á með á listanum útreiknað magn.
Í skýrslunni eru samtölur fyrir hverja samsetningu af Tollflokkskóta, Lands-/svæðiskóta, Tegund viðskipta og Flutningsmáta.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |