Öflug markaðsáætlun gerir fyrirtækinu kleift að finna, vinna og halda viðskiptamönnum. Markaðsáætlun samanstendur af ýmsum söluherferðum og öðrum samskiptum í tengslum við sölur og markaðssetningaraðgerðir.
Þegar söluherferð er skipulögð þarf að ákveða hvaða tengiliði skal miða á, hvaða gerð söluherferðar (t.d. vörusýningu eða beinan auglýsingapóst) skal nota og hvaða sölumen munu framkvæma hvert verk.
Hver söluherferð samanstendur af ýmsum aðgerðum eða verkefnum. Aðgerðir eru stór verk sem hægt er að brjóta niður í mörg smærri verk eða verkefni. Verkefni eru einstaklings- eða hópverk sem hægt er að stofna innan aðgerða eða sjálfstætt og síðan úthluta til einstakra sölumanna eða hópa sölumanna.
Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.
Til að | Sjá |
---|---|
Setja upp og stofna markaðssetningarherferð. | |
Setja upp aðgerð til að úthluta sölumanni. | |
Stofna verk innan aðgerðar. |