Herferð er hver sú aðgerð sem hefur með marga tengiliði að gera.

Áður en herferð er stofnuð þarf að setja upp stöðukóta herferðar. Notkun þessara kóta hjálpar til við stjórnun herferða með því að úthluta herferðum stöðu. Þegar unnið er gegnum þrep herferðar er hægt að sjá á hvaða þrepi herferðin er og hvaða þrep kemur næst.

Hægt er að stofna herferðarspjald fyrir hverja herferð sem fylgjast á með. Einnig er hægt að skoða þessi herferðarspjöld til að fá almennar upplýsingar um herferðirnar.

Eftirfarandi tafla lýsir röð verkefna með tenglum í efnisatriði þar sem þeim er lýst. Verkin eru talin upp í sömu röð og þau eru yfirleitt framkvæmd.

Til aðSjá

Setja upp herferð og miða á ákveðna væntanlega viðskiptavini.

Hvernig á að stofna Söluherferðir

Veita herferðum staðlaða stöðukóta.

Hvernig á að setja upp Stöðukóta söluherferða

Ógilda upplýsingar um herferðaraðgerðir sem ekki hafa verið framkvæmdar.

Hvernig á að ógilda Söluherferðarfærslur

Hreinsa upplýsingar herferðar fyrir færslur sem hafa verið ógiltar. Hægt er að eyða þessum færslum í Stjórnun. Sjá kaflann Gagnaeyðing í Kerfisstjórnun.

Hvernig á að eyða Söluherferðarfærslum