Þetta er hröðunaraðferð þar sem stærstum hluta kostnaðar vegna eignar er úthlutað á fyrstu ár líftíma hennar. Nauðsynlegt er að tilgreina fasta árlega prósentu ef nota á þessa aðferð.

Forritið notar þessa reiknireglu til að reikna upphæðir afskrifta:

Afskriftaupphæð = (beinlínu % * Fjöldi afskriftadaga * Afskriftagrunnur) / (100 * 360)

Afskriftagrunnurinn er reiknaður sem bókvirðið að frádregnum bókuðum afskriftum frá upphafsdagsetningu líðandi reikningsárs.

Í upphæð bókaðra afskrifta geta verið færslur með ýmsum bókunartegundum (niðurfærslu, venju1 og venju2), bókaðar frá upphafsdagsetningu líðandi reikningsárs. Þessar bókunartegundir eru teknar með í bókaðri afskriftaupphæð ef gátmerki eru í reitunum Afskriftategund og Hluti bókvirðis í glugganum Eignabókunartegund, grunnur.

Dæmi

Sjá einnig