Tilgreinir rýrnunarprósentu íhlutarins.
Kerfið fyllir þennan reit út sjálfkrafa í reitnum Úrkast% í töflunni Framleiðsluuppskriftarlína, en því má breyta.
Ef úrkastsprósentan á birgðaspjaldi er tilgreind, merkir það að meira efni er tekið úr birgðum en tekið er fram í framleiðslupöntuninni. Ef til dæmis það er vitað, að til þess að fá úr framleiðslu 100 stykki af vöru þarf að meðaltali að framleiða 105 stykki, er talan 5 færð inn sem úrkastsprósenta.
Úrkast í línu framleiðsluuppskriftar fjölgar íhlutum sem teknir eru úr birgðum án þess að væntanlegt frálag aðalhlutans aukist.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |