Tilgreinir aðferðina sem nota skal við útreikning frálagsmagns í þessari vinnustöð.

Eftirfarandi birgðaskráningaraðferðir eru tiltækar:

Aðferð Lýsing

Handvirk


Þessi kostur er valinn eigi að bóka afköstin handvirkt með því að nota afkastabókina.

Framvirk


Þessi kostur er valinn ef kerfið á sjálfkrafa að reikna út og bóka afköstin. Kerfið notar magnið í framleiðslupöntunarlínunni sem afkastað magn. Útreikningur og bókun fara fram þegar stöðu hermdrar, áætlaðrar (eða fastáætlaðrar) framleiðslupöntunar er breytt í Útgefin. Þó er enn hægt að keyra út handvirkt úr frálagsbókinni.

Afturvirk


Þessi kostur er valinn ef kerfið á sjálfkrafa að reikna út og bóka afköstin. Kerfið notar magnið frá framleiðslupöntunarlínunni sem afkastað magn. Útreikningur og bókun fara fram þegar stöðu útgefinnar framleiðslupöntunar er breytt í Lokið. Annars gerist það þegar vinnslunni lýkur. Þó er enn hægt að keyra út handvirkt úr frálagsbókinni.

Bókun notkunar, andstætt bókun frálags, er stjórnað af reitnum Birgðaskráningaraðferð á birgðaspjaldinu, einnig í íhlutalínu framleiðslupöntunar.

Ef reiturinn Leiðartengilskóti í viðkomandi íhlutalínu framleiðslupöntunar er notaður mun reiturinn Birgðaskráningaraðferð í véla-/vinnustöðinni einnig stjórna því hvernig notkunarbókun fer fram, en þó aðeins í eftirfarandi tilfelli: Ef bæði vara og véla-/vinnustöð nota sjálfvirka birgðaskráningaraðferð, en nota þó mismunandi aðferðir, verður aðferðin sem notuð er í véla-/vinnustöðinni notuð við sjálfvirka bókun notkunar.

Stillingin sem gerð er í þessum reit er afrituð í reitinn Birgðaskráningaraðferð á framleiðslupöntunarleiðarlínunni eftir vél/ vinnustöð á aðalleiðinni, en hægt er að breyta reitnum fyrir einstakar framleiðslupantanir til að leyfa aðra frálags-eða notkununarbókun fyrir þá pöntun.

Ábending

Sjá einnig