Tilgreinir hvernig þeir reikningar sem stofnaðir voru fyrir bókun VSK í töfluna VSK-bókunargrunnur eru leiðréttir fyrir gengissveiflur milli SGM og annars skýrslugjaldmiðils ef bókað er í öðrum skýrslugjaldmiðli.

Gengishagnaður og gengistap er ekki bókað fyrr en keyrslan Leiðrétta gengi er notuð. Þegar keyrslan Leiðrétta gengi er notuð finnur kerfið leiðréttingargengið í töflunni Gengi gjaldmiðils og ber síðan saman upphæðirnar í reitunum Upphæð og Annar gjaldmiðill, upphæð í fjárhagsfærslunni til að ákvarða hvort orðið hefur gengishagnaður eða -tap.

Keyrslan notar kostinn sem valinn var í þessum reit til að ákvarða hvernig eigi að bóka gengishagnað eða -tap vegna VSK-reikninga.

Um þrjá kosti er að velja:

Valkostur Lýsing

Engin leiðrétting

Þessi valkostur ef sjálfgefinn. Engin gengisleiðrétting er gerð fyrir VSK-reikning.

Leiðrétta upphæð

Ef þessi kostur er valinn er SGM leiðrétt eftir því hvort orðið hefur gengishagnaður eða -tap. Kerfið bókar gengishagnað eða gengistap á VSK-reikninginn (reiturinn Upphæð) og á þá reikninga sem voru tilgreindir fyrir hagnað eða tap í reitunum Reikningur orðins fjárh.hagn. eða Fjárh.reikn. gengistap (orðið) í gengistöflunni.

Leiðrétta upphæð annars gjaldmiðils

Ef þessi kostur er valinn er annar skýrslugjaldmiðill leiðréttur eftir því hvort orðið hefur gengishagnaður eða -tap. Kerfið bókar gengishagnað eða gengistap á VSK-reikninginn (reiturinn Annar gjaldmiðill, upphæð) og á þá reikninga sem voru tilgreindir fyrir hagnað eða tap í reitunum Reikningur raunverulegs fjárh.hagn. eða Reikningur raunverulegs fjárh.taps í gengistöflunni.

Ábending

Sjá einnig