Tilgreinir kóta birgðabókunarflokks. Mest má rita 10 stafi, bæði tölustafi og bókstafi.

Settur er upp kóti og upplýsingar fyrir hvern birgðabókunarflokk. Síðan má færa inn kóta í reitinn Birgðabókunarflokkur á hverju birgðaspjaldi. Þegar notandi síðan bókar pantanir, reikninga, kreditreikninga o.s.frv. sem varða birgðaeininguna notar kerfið birgðabókunarflokkinn til að ákvarða á hvaða reikning skal bóka.

Birgðabókunarflokkar ákvarða reikninga sem færslur vegna vara eru bókaðar á í fjárhag. Með þeim er einnig hægt að flokka birgðir vegna tölfræðilegra athugana.

Nota skal lýsandi kóta sem auðvelt er að muna, til dæmis:

Fullunnar, Hráefni, Endursala

Kótinn verður að vera eingildur - ekki er hægt að nota sama kótann tvisvar í sömu töflunni. Setja má upp eins marga kóta og þörf krefur.

Ábending

Sjá einnig