Tilgreinir hvaða reikningar verða teknir saman í þessari línu.

Hvernig fyllt er út í þennan reit ræðst af reitnum Tegund samantektar. Ef tegund samantektar í fjárhagsskemalínu er Formúla má færa inn reiknireglu með línunúmerum (eða samantektarbilum) úr fjárhagsskemanu. Ef tegund samantektar er Reikningar eða Samtala þarf að færa inn reikningsnúmer (eða samantektarbil) úr bókhaldslykli.

Þegar samantektarbil er notað þýðir það að allir reikningar á tilteknu talnabili (t.d. 1900..2100 að báðum tölum meðtöldum) verða teknir saman.

Hægt er að nota reiknireglu til útreikninga í öðrum línum. Vísað er í aðrar línur með línunúmeri þeirra.

Hægt er að nota eftirfarandi tákn:

+ (samlagning)

- (frádráttur)

* (margföldun)

/ (deiling)

^ (veldisvísir)

() (svigar)

% (prósenta) - Ef prósenta er notuð milli tveggja hugtaka verður útkomna sú sama og með / (deilingu), en margfölduð með 100.

Til athugunar
Ef nota skal tölu í reiknireglunni má ekki nota hana sem línunúmer í fjárhagsskemanu.

Mest má rita 80 stafi, bæði tölustafi og bókstafi.

Ef Setja inn reikninga er notað afritar kerfið sjálfkrafa reitinn Nr. í lista yfir fjárhagsreikninga yfir í þennan reit.

Ábending

Sjá einnig