Tilgreinir númer fylgiskjals sem vísar til númerakerfis viðskiptamanns eða lánardrottins. Mest má rita 10 stafi, bæði tölustafi og bókstafi.
Þegar sölulína er stofnuð í birgðabók er hægt að nota þennan reit til að skrá númer sem viðskiptamaðurinn hefur sett á pöntunina sem bókarlínan er byggð á. Síðar er þá hægt að nota númerið ef af einhverjum ástæðum þarf að leita að færslubókarlínu eftir pöntunarnúmeri viðskiptavinarins.
Þegar innkaupalína er stofnuð í birgðabók er hægt að nota þennan reit til að skrá reiknings-, pöntunar- eða kreditreikningsnúmer lánardrottins sem lánardrottinn hefur sett á innkaupaskjalið sem þessi bókarlína er byggð á. Númerið má nota síðar ef leita þarf að bókaðri bókarlínu eftir númeri lánardrottins á fylgiskjalinu.
Aðgerðin Færsluleit er notuð til þess að finna færslur en líka er hægt að leita eftir númeri utanaðkomandi skjals þegar leitað er í lánardrottnafærslum.
Þegar færslubókarlínan er bókuð flyst fylgiskjalsnúmerið í reitinn Númer utanaðk. skjals í bókuðu línunni.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |