Sýnir dagsetningu fylgiskjalsins sem færslan í færslubókarlínunni byggist á.
Bent er á að kerfið notar þessa dagsetningu þegar það reiknar út upphæðina sem viðskiptamaðurinn skuldar eða fyrirtækið skuldar lánardrottni samkvæmt upplýsingunum í glugganum Greiðsluskilmálar. Þessi dagsetning er einnig notuð við útreikning vaxta í samræmi við biðtíma og aðrar upplýsingar í glugganum Vaxtaskilmálar . Þess vegna þarf að vera sama dagsetning í þessum reit og á sölureikningnum sem viðskiptamaðurinn fær sendan eða á innkaupareikningnum frá lánardrottninum svo að skuldin og vextir á hana reiknist rétt.
Kerfið leggur til Bókunardags. en þessari dagsetningu má breyta eftir þörfum.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |