Inniheldur færslubókarlínur sem birtast þegar færslubók er opnuð í kerfishlutunum Fjárhagur, Sala, Innkaup og Eignir. Línur eru búnar til í færslubók með því að smella á fyrstu auðu línuna og fylla út reitina.

Í kerfinu eru þrjú stig í valkostum bókarvalmyndar: bókasniðmát, bókakeyrslur og bókalínur. Þannig er hægt að nota mismunandi bækur sem henta til ólíkra verka. Hægt er að hafa nokkrar bækur sömu tegundar; til dæmis getur hver starfsmaður haft eigin bók.

Þegar færslubók er valin sýnir kerfið það heiti bókarkeyrslu sem síðast var notað. Ef nota á annað heiti færslubókarkeyrslu skal velja reitinn Heiti keyrslu. Glugginn Keyrsla færslubókar opnast. Hér má velja heiti keyrslu sem þegar er til eða búa til nýtt.

Nokkur stöðluð sniðmát færslubóka eru sett upp í kerfishlutunum Fjárhagur, Sala, Innkaup, Eignir og Verk í aðalvalmyndinni. Þær ná til algengustu aðgerða sem notaðar eru í kerfinu og í öllum þessum bókarsniðmátum er hægt að bóka færslur á fjárhags-, viðskiptamanna-, lánardrottna- og eignareikninga.

Í kerfishlutanum Fjárhagur er valkosturinn Færslubækur.

Í kerfishlutanum Sala eru tvær færslubækur: Sölubækur og Inngreiðslubækur. Þær eru sérstaklega gerðar til þess að útbúa sölureikninga og skrá greiðslur frá viðskiptamönnum. (Ef veittur er aðgangur að söluskjölum, svo sem reikningum, eru þessir möguleikar yfirleitt notaðir í stað sölubóka.)

Í kerfishlutanum Innkaup eru tvær færslubækur: Innkaupabækur og Útgreiðslubækur. Í þeim eru reitir sem eru nauðsynlegir við gerð innkaupareikninga og skráningu greiðslna til lánardrottna. (Ef veittur er aðgangur að innkaupaskjölum, svo sem reikningum, eru þessir möguleikar yfirleitt notaðir í stað innkaupabóka.)

Í kerfishlutanum Eignir eru nokkrar færslubókartegundir. Eignafjárhagsbókin er færslubók sem er samtengd fjárhagnum. Hún er til þess gerð að bóka eignafærslur á borð við kaup og afskriftir.

Í kerfishlutanum Verk eru tvær gerðir færslubóka: Verkfærslubók og Fjárhagsbók verks. Færslubók verks er færslubók sem er samtengd fjárhagnum. Hún er gerð fyrir bókanir verkfærslna, svo sem notkun og kostnað.

Í hverjum þessara kerfishluta fyrir sig má einnig finna ítrekunarfærslubók. Í þessum tiltekna glugga er hægt að skilgreina ítrekunartíðni og aðrar stillingar og ráðstafa upphæðum með því að nota töfluna Úthlutun . Þegar ítrekunarbók er notuð þarf aðeins að skrá færslur einu sinni þótt bóka eigi sömu upplýsingarnar aftur síðar. Þegar á að bóka upplýsingar oftar en einu sinni þarf aðeins að velja Bóka.

Sjá einnig

Tilvísun

Færslubók