Tilgreinir ítrekunarbók í töflunni Færslubók úthlutunar. Notandi þarf að vera í ítrekunarbók til að sjá töfluna.

Taflan er notuð til að úthluta upphæðinni í ítrekunarbókarlínu á nokkra reikninga og víddir. Það er, úthlutunin er mótreikningslína gagnvart ítrekunarbókarlínu.

Eins og í ítrekunarbók þarf aðeins að færa úthlutun inn einu sinni. Úthlutun verður eftir í úthlutunarbók að lokinni bókun þannig að ekki þarf að færa inn upphæðir og úthlutanir í hvert skipti sem ítrekunarbókarlína er bókuð.

Í þessu dæmi hefur notandinn skilgreint altæka vídd sem deild.

Leiga er greidd í hverjum mánuði þannig að leiguupphæð hefur verið færð inn á sjóðsreikning í ítrekunarbókarlínu. Í úthlutunarbók má skipta kostnaðinum á milli deilda í samræmi við fermetrafjölda sem hver og ein hefur til umráða. Forsenda útreiknings fyrir hverja úthlutunarbókarlínu er úthlutunartafla.

Færa má mismunandi reikninga í hverja úthlutunarbókarlínu (ef leigunni er jafnframt skipt niður á nokkra reikninga), eða færa á sama reikning, með mismunandi víddargildiskótum fyrir víddina Deild í hverri línu.

Smellt er á ítrekunarbókarlínu sem á að úthluta í áður en Úthlutun er valin.

Setja skal upp úthlutunarbókarlínu í úthlutunartöflu fyrir hvern hluta upphæðarinnar sem úthlutað verður.

Mikilvægt
VSK-reiti má annaðhvort fylla út í ítrekunarbókarlínu eða úthlutunarbókarlínu, en ekki í báðum línum. Því má einungis fylla þá út í úthlutunarbók ef samsvarandi línur í ítrekunarbókinni hafa ekki verið fylltar út.

Ef Ítrekunarmáti í ítrekunarbókarlínu er stilltur á Staða eða Bakfærð staða er ekki hirt um kóta gilda altækra vídda í ítrekunarbók þar sem reikningur stendur á núlli.

Þannig verður aðeins ein bakfærsla stofnuð ef mismunandi altækum víddum er úthlutað ítrekunarlínu í úthlutunarbók. Því má ekki færa inn sama kóta í úthlutunarbók ef ítrekunarbókarlínu með kóta gildis altækrar víddar er úthlutað í úthlutunarbók. Ef það er gert verða tölur sem varða altækar víddir rangar.

Sjá einnig