Tilgreinir nýjustu upplýsingarnar um skráð samkomulag viðskiptamanna og fyrirtækisins um þjónustusamning. Þar á meðal eru upplýsingar um viðskiptamanninn sem nýtur þjónustunnar, upphafsdagsetningu samningsins, þjónustutímabilið, svartímann, reikningsfærða viðskiptamanninn, reikningstímabilið, árlegu upphæðina, fyrirframgreiddu reikningana og tekjureikningana, tilgreiningar á verðuppfærslu og svo framvegis. Kerfið afritar gögnin í töflunni Haus þjónustusamnings þegar þjónustusamningur eða samningstilboð er skráð.

Taflan geymir breytingasögu þjónustusamningsins. Þetta getur til dæmis auðveldað stofnun samningstilboðs sem viðskiptamaðurinn samþykkir. Þegar samningstilboðinu er breytt enn frekar er hægt að skoða hvernig því hafi verið breytt í hvert sinn með því að skoða skráðu afritin af tilboðinu.

Kerfið fyllir út þessa töflu þegar þjónustusamningstilboð eða þjónustusamningar eru skráðir eða þegar þjónustusamningstilboðum er breytt í þjónustusamninga eða hætt er við þjónustusamninga eða þeir undirritaðir.

Sjá einnig