Hægt er að skrá þjónustusamninga og samningstilboð hvenær sem er til að vista og geyma afrit samnings eða samningstilboðs í kerfinu. Microsoft Dynamics NAV skráir þjónustusamninga sjálfkrafa þegar þjónustutilboði er breytt í þjónustusamning, eða þegar hætt er við þjónustusamning.
Skráning þjónustusamninga og samningstilboða
Í reitnum Leit skal færa inn Þjónustusamningur eða Þjónustsamningstilboðog velja síðan viðkomandi tengil.
Opna skal viðeigandi þjónustusamning eða þjónustusamningstilboð.
Í flipanum Aðgerðir í flokknum Eiginleikar veljið Skrá samning eða Skrá samningstilboð.
Til að skoða samninginn er farið í flipann Færsluleit, flokkinn Samningur og Skráðir samningar valdir.
Til að skoða tilboðið er farið í flipann Færsluleit, flokkinn Tilboð og Skráð samningstilboð valin.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |