Tilgreinir að þessi þjónustusamningur sé fyrirframgreiddur.
Þegar samningurinn er reikningsfærður setur kerfið inn þjónustufærslur fyrir hvern mánuð á reikningstímabilinu. Þegar reikningurinn er bókaður fyrir fyrirframgreidda samninginn færir kerfið greiðsluupphæðirnar yfir á fyrirframgreidda reikninginn. Þá eru fyrirframgreiddar samningsfærslur bókaðar á tekjureikninginn í hverjum mánuði og kerfið stofnar viðbótar þjónustufærslur.
Þegar bókaður er reikningur fyrir samning sem er ekki fyrirfram greiddur flytur kerfið upphæðirnar beint á tekjureikninginn og stofnar viðbótar þjónustufærslur.
Ef þjónustusamningurinn er fyrirframgreiddur er reikningsfærsluviðskiptamaðurinn reikningsfærður fyrir þjónustusamninginn í byrjun hvers reikningstímabils. Ef samningurinn er ekki fyrirframgreiddur er reikningsfærsluviðskiptamaðurinn reikningsfærður í lok hvers reikningstímabils.
Reiturinn er ekki tiltækur ef merkt er í reitinn Fyrirframgreitt.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |