Tilgreinir kóta sem bera kennsl á mismunandi svæði bilana sem upp koma í þjónustuvörum. Til dæmis í prentun, hljóði, lit, kælingu/hitun og svo framvegis.

Bilanasvæðiskótum, ásamt einkennakótum er úthlutað til mismunandi bilanakóta . Þessir þrír kótar mynda grunn bilanatilkynninga í kerfishlutanum Þjónustukerfi. Tilgreint er hvort nota eigi bilunarsvæðiskóta með því að stilla stig bilanatilkynninga í glugganum Þjónustukerfisgrunnur.

Þegar bilanasvæðiskótar hafa verið settir upp er hægt að úthluta þeim til þjónustuvara í glugganum Þjónustuvörublað.

Sjá einnig

Tilvísun

Bilanasvæði