Tilgreinir bæði vinnustundir unnar í fyrirtækinu almennt og vinnustundir sem eru unnar fyrir viðskiptamenn sem fá þjónustu samkvæmt skráðum þjónustusamningum. Í þessari töflu er upphafs- og lokatími vinnudagsins tilgreindur. Hægt er að skilgreina vinnustundir á virkum dögum eftir tímabilum með því að nota upphafsdagsetningu fyrir hverja færslu. Til dæmis er hægt að hafa sérstakan fjölda vinnustunda á sumrin.
Kerfið notar þjónustuvinnustundir þegar það reiknar gildin í reitunum Svardagsetning og Svartími fyrir þjónustupantanir og -tilboð og þegar það sendir svartímaviðvaranir með gildinu í reitunum Fyrsta viðvörun innan (klst.), Önnur viðvörun innan (klst.) og Þriðja viðvörun innan (klst.) í töflunni Þjónustukerfisgrunnur.
Til athugunar |
---|
Setja þarf upp sjálfgefinn þjónustutíma í fyrirtækinu áður en farið er að stofna þjónustupantanir. Setja þarf upp þjónustutíma samnings áður en farið er að stofna þjónustupantanir byggðar á þjónustusamningum. Annars er sjálfgefinn þjónustutími notaður sem þjónustutími samnings. |