Inniheldur afsláttinn sem er tilgreindur fyrir tiltekinn viðskiptamann eða viðskiptamannaflokk, vöru eða vöruflokk eða fyrir þetta tvennt fyrir alla viðskiptamenn eða fyrir söluherferð. Kerfið sækir gildið úr reitnum Línuafsl.% í glugganum Sölulínuafslættir. Viðeigandi línuafsláttarprósenta er valin samkvæmt upplýsingum úr þjónustuhausnum og þjónustulínunni, t.d. Númer viðskiptamanns, Afsláttarflokkur viðskiptam., Vörunr., Vöruafsláttarflokkur, Magn o.s.frv.
Hins vegar eru nokkrir afslættir skilgreindir fyrir þjónustulínuna eins og ábyrgðarafsláttur, samningsafsláttur og línuafslátt, kerfið velur síðan mesta afsláttinn og afritar prósentu hans í reitinn Línuafsl.%. Í reitnum Tegund línuafsláttar úthlutar kerfið samsvarandi tegundum línuafsláttar: Ábyrgðarafsláttur, Samningsafsláttur eða Línuafsláttur.
Hægt er að breyta reitnum Línuafsl.% handvirkt. Hins vegar má nýja prósentan ekki vera hærri en sú sem kerfið reiknaði. Ef reit er breytt handvirkt breytir kerfið gildinu í reitnum Tegund línuafsláttar í Handvirkt.
Kerfið uppfærir afsláttarprósentuna sjálfkrafa þegar magninu í þjónustulínunni er breytt.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |