Inniheldur lýsingu á vöru, forða, kostnaði eða stöðluðum texta í þjónustulínunni. Þegar búið er að fylla út reitinn Nr. færir kerfið samsvarandi lýsingu inn.
Lýsingin er afrituð úr reitnum Heiti úr glugganum Forðaspjald ef gildið í reitnum Tegund er forði. Ef tegundin er vara sækir kerfið lýsinguna úr reitnum Lýsing í Birgðaspjald. Ef tegundin er kostnaður er kostnaðarverðið afritað úr reitnum Lýsing í glugganum Þjónustukostn.. Ef gildið í Tegund er Autt sækir kerfið lýsinguna í reitinn Lýsing í glugganum Kótar staðaltexta.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |