Inniheldur upplýsingar um snið vörunúmersins sem kerfið stofnar sjálfkrafa fyrir utanbirgðavörur.

Þegar utanbirgðavara er færð inn í sölupöntun í fyrsta skipti býr kerfið sjálfkrafa til birgðaspjald með vörunúmeri samkvæmt því sniði sem er í þessari töflu. Ef útkoman samkvæmt tilgreindu sniði er tala sem er lengri en hámarkslengd vörunúmers, sem er 20 stafir, stofnar kerfið vörunúmer á grundvelli vörunúmers lánardrottins og þess sem er í reitnum Færslunr. í töflunni Utanbirgðavara.

Áður en byrjað er að vinna með utanbirgðavörur verður að fylla í reitina Númerasnið og Skiltákn númerasniðs.

Sjá einnig