Inniheldur upplýsingar um vörur sem fyrirtækið selur en er ekki með í birgðaskrá. Hægt er að selja utanbirgðavörur sem annaðhvort:

Valkostur Lýsing

Bein afhending

Vörurnar eru sendar beint frá lánardrottni til viðskiptamanns. Varan er keypt og seld án þess að hún sé meðhöndluð, geymd eða afhent.

Sérpöntun

Utanbirgðavara er keypt frá birgi sérstaklega fyrir viðskiptamann, tekið á móti henni í vöruhúsi og afhent viðskiptamanninum, annaðhvort ein og sér eða með öðrum vörum í sölupöntuninni.

Til að skrá upplýsingar í töfluna Utanbirgðavara er fyllt út spjald fyrir sérhverja utanbirgðavöru með grunnupplýsingum svo sem heiti, mælieiningu og einingarverði. Þessar upplýsingar er hægt að færa inn handvirkt eða flytja þær inn í töfluna með notkun gagnahliðs.

Þegar utanbirgðavara er færð inn í sölulínu í fyrsta skipti notar kerfið upplýsingarnar í töflunni Utanbirgðavara til að búa til birgðaspjald, til að bæta við færslu í vörubirgjalista, og til að búa til vörumillivísun, hafi upplýsingar um millivísun verið skráðar.

Þegar birgðaspjald er búið til á þennan hátt stofnar kerfið vörunúmer samkvæmt reglunum sem skilgreindar eru í töflunni Utanbirgðavara - Grunnur.

Sjá einnig