Tilgreinir fjölda framleiddra eininga þeirrar eignar sem afskriftataflan á við, á tímabilinu sem línan nær til.
Reiturinn er notaður ef óskað er eftir að afskrifa eignina með hliðsjón af fjölda framleiddra eininga. Hægt er að nota aðferðina til að afskrifa framleiðsluvélar með þekkta afkastagetu á líftíma. Ef þessi reitur er notaður verður að færa heildarfjölda eininga sem búist er við að eignin afkasti á meðan á notkunartíma hennar, stendur í reitinn Heildarfj. eininga í afskriftatöfluhausnum. Kerfið reiknar prósentutölu sem hefur verið notuð af afkastagetu eignarinnar samkvæmt eftirfarandi reiknireglu:
Fj. eininga í tímabili / Heildarfj. eininga * 100
Kerfið færir prósentutöluna í reitinn Tímabilsafskrifta%.
Hægt er að bíða með að færa inn fjölda notaðra eininga til loka hvers tímabils til að tryggja nákvæmni aðferðarinnar.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |