Inniheldur kóta þeirrar númeraraðar sem verður notuð til að úthluta fylgiskjalsnúmerum á línur færslubókar í þessari bókarkeyrslu. Skoða má uppsettar númeraraðir í töflunni Númeraröð með því að smella á reitinn.

Þegar ný bókarkeyrsla var búin til afritaði kerfið sjálfkrafa númeraraðirnar í reitinn Númeraröð í töflunni Sniðmát vátryggingabókar. Hægt er að skipta um kóta ef nota á aðra númeraröð í bókarkeyrslunni.

Ef reiturinn er auður verður að tölusetja bókarlínurnar handvirkt.

Ef númeraröð er í reitnum Bókunarnúmeraröð er númeraröðin í reitnum Númeraröð aðeins notuð til þess að úthluta númeri til bráðabirgða. Annað númer verður sett í stað bráðabirgðanúmersins við bókun.

Ábending

Sjá einnig