Tilgreinir hvaða prófanir á að framkvæma áður en bókað er í færslubókarlínu.
Viðbótarupplýsingar
Gátmerki í þessum reit lætur Microsoft Dynamics NAV athuga hvort:
-
Stofnkostnaður er fyrsta færsla (eignabókunardagsetning er notuð).
-
Stofnkostnaður er færður inn sem debet.
-
Afskráning (ef einhver er) sé síðasta færsla (eignabókunardagsetning er notuð).
-
Afskrifanlegur stofn hafi debetstöðu.
-
Bókvirði hafi debetstöðu nema gátmerki sé í reitnum Leyfa afskr. undir núlli í afskriftabókinni.
-
Samansafnaðar afskriftir, samansafnað hrakvirði og samansafnað söluverð hafi kreditstöðu.
-
Niðurfærslur, uppfærslur, sérstilltar 1 og sérstilltar 2-færslur passa við stillinguna í reitnum Formerki í glugganum Eignabókunartegund - Uppsetning.
Ef þessi reitur er auður athugar Microsoft Dynamics NAV aðeins eftirfarandi:
-
Stofnkostnaður er fyrsta færsla (eignabókunardagsetning er notuð).
-
Afskráning (ef einhver er) sé síðasta færsla (eignabókunardagsetning er notuð).
Ef gátmerkið er fjarlægt í reitnum Nota eignahöfuðb.prófun er hægt að bóka samansafnaðar afskriftir sem debet þegar stofnkostnaður hefur verið bókaður sem kredit.
Ef reiturinn Nota eignahöfuðb.prófun fyrir afskriftabók er auður og reiturinn Leyfa breyt. í afskr.reitum er valinn er hægt að fjarlægja eða bæta við samsvarandi reit fyrir eignaafskriftabók fyrir þær eignir sem nota þessa afskriftabók.
Viðvörun |
---|
Í þessu tilfelli ef gátmerkið er fjarlægt í reitnum Nota eignahöfuðb.prófun í glugganum Eignaafskriftabækur fyrir eign sem notar þessa afskriftabók, niðurstaðan getur verið í ósamræmið við afskriftir fyrir eignina. |
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |