Inniheldur sölu- og markaðssetningarherferðir notandans. Í þessari töflu er hægt að tilgreina númer fyrir hverja söluherferð. Einnig er hægt að tilgreina stöðu hverrar söluherferðar.
Í töflunni Söluherferð birtast einnig helstu tölur sem tengjast söluherferðum, til dæmis upplýsingar um markhópinn sem söluherferðin beinist að, veltuna sem myndast vegna söluherferðarinnar, fjölda þeirra tækifæra sem skapast vegna söluherferðarinnar o.þ.h. Þessar upplýsingar má finna í glugganum Upplýsingar um söluherferð.
Þegar söluherferð er sett upp er hægt að tilgreina sölumann fyrir hana. Hægt er að tengja tækifæri, aðgerðir, verkefni, hluta og hvers kyns tengsl við söluherferð með því að tilgreina söluherferðarnúmer í reitnum Söluherferð nr. í viðkomandi töflum.
Þegar tækifæri, verkefni, aðgerð eða samskipti er tengt söluherferð er hægt að fylgjast með því í glugganum Söluherferðarfærslur.