Inniheldur lýsingu á færslunni. Lýsingin ræðst af því sem valið er í reitnum Tegund. Sé ekki valið Autt, fyllir kerfið út reitinn þegar eitthvað er fært inn í reitinn Nr.
-
Hér má færa inn texta - til dæmis boð eða athugasemd - ef valið er Auður í reitnum Tegund. Mest má rita 80 stafi, bæði tölustafi og bókstafi.
-
Forritið birtir heiti fjárhagsreiknings ef valið er Fjárhagsreikningur í reitnum Tegund.
-
Forritið birtir heiti vöru í birgðaskrá ef valið er Birgðir í reitnum Tegund.
Ef kóti tungumáls er tilgreindur í innkaupahaus leitar kerfið í töflunni Birgðatexti að lýsingu á vörunni á viðeigandi tungumáli. Þá kemur sá texti í staðinn.
Ef lýsingin er sú sama og færð var inn á birgðaspjald í birgðatöflu (og verður afrituð í bókaðar línur) afritar forritið ekki lýsinguna eftir þessum reit þegar línan er bókuð. Með þessu móti verður hjá því komist að bókanir með sömu lýsingu komi fyrir oftar en einu sinni vegna sömu vöru.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |