Tilgreinir hvort viðskiptamaður skuli fá vöru í línunni afhenta beint.

Bein afhending er notuð þegar vara eða vöruflokkur er sendur beint frá lánardrottni notanda til viðskiptamanns notanda þannig að um birgðaskráningu er ekki að ræða.

Bein afhending er sett upp í tveimur áföngum:

  1. Fyrst er gátmerki sett í reitinn til að gefa til kynna að vara á sölupöntun skuli afhendast beint.
  2. Síðan skal stofna innkaupapöntun til að panta samsvarandi vörur frá lánardrottninum. Hægt er að stofna pöntunina beint úr sölupöntuninni eða óbeint úr Innkaupatillögubók.
    Þegar innkaupapöntunin er sett upp skal nota aðgerðina Bein afhending, Sækja sölupöntun til að tengja hana við viðkomandi sölupöntun. Sölupöntunarlínurnar verða afritaðar í nýju innkaupapöntunina.
    Bent er á að ef vörurakningu var úthlutað á samsvarandi sölupöntun afritar aðgerðin Sækja sölupöntun einnig vörurakningarlínurnar í nýstofnaða innkaupapöntun. Hægt er að skoða þær úr flýtiflipanum Lína með því að smella á Aðgerðir, benda á Lína og smella síðan á Vörurakningarlínur.

Ekki er hægt að reikningsfæra vegna innkaupapöntunar fyrr en sölupöntunin hefur verið reikningsfærð.

Ekki er hægt að bóka beina afhendingu með vörurakningu nema vörurakningin sé samstillt - raðnúmer og lotunúmer verða að vera þau sömu - milli pantananna.

Ábending

Sjá einnig