Tilgreinir viðskiptamanninn sem reikningurinn verður sendur til.

Kerfið sækir sjálfkrafa númer viðskiptamannsins, sem reikningsfært verður á, í viðskiptamannatöflu þegar reiturinn Selt-til viðskm.nr. er fylltur út.

Ef aðaltengiliður tengist reikningsfærsluviðskiptamanninum sem valinn er hér afritar forritið efni reitsins Aðaltengiliður nr. á viðskiptamannaspjaldinu í reitinn Reikn.færist á tengilið nr. og uppfærir reitinn Reikningsfærslutengiliður með nafni aðaltengiliðar.

Mikilvægt
Á öllum söluhausum eru tvö viðskiptamannanúmer, annað fyrir viðskiptamanninn sem fær vörurnar afhentar (Selt-til - viðskm.nr.) og hitt fyrir viðskiptamanninn sem reikningurinn verður sendur til (Reikn.færist á viðskm.).

Ef annað er ekki tekið fram kemur númerið úr reitnum Selt-til - Viðskm.nr. sjálfkrafa í reitinn Reikn. færist á viðskm. og reikningurinn verður þá sendur á þann viðskiptamann sem fær vörurnar afhentar.

Ef fram kemur annað númer viðskiptamanns í reitnum Reikn. færist á viðsk.m. á viðskiptamannaspjaldinu er númer viðskiptamannsins, sem reikningsfært verður á, sótt þangað. Allar upplýsingar, sem tengjast viðskiptamanni, um reikningsútgáfu, afslætti, upplýsingar, víddir, o.s.frv. eru miðaðar við þann sem reikningsfært er á en ekki þann sem fær vörurnar.

Efni þessa reits má breyta ef það er ekki viðeigandi. Ef reynt er að skrá annað viðskiptamannsnúmer þarf að svara eftirfarandi spurningu áður en kerfið gerir breytinguna:

Á að breyta reitnum Reikn. færist á viðskm.?

Ef það er samþykkt skráist nýja númerið sjálfkrafa í söluhaus og tilheyrandi sölulínur.

Ábending

Sjá einnig