Tilgreinir hvaða tegund VSK-útreiknings er notuð þegar þessi innkaupalína er bókuð.
Kerfið færir sjálfkrafa í reitinn með því að nota reitina VSK viðsk.bókunarflokkur og VSK vörubókunarflokkur.
Tegund VSK-útreiknings segir til um hvernig VSK verður reiknaður þegar línan er bókuð. Tegundirnar eru fjórar:
Venjul. VSK | Þegar þessi kostur er valinn reiknar kerfið VSK af upphæðinni í línunni og stofnar VSK-færslu þar sem upphæðin er meðtalin. |
Bakfærður VSK | Þessi valkostur er notaður þegar í línunni eru innkaup í viðskiptum milli ESB-landa/-svæða þar sem seljandinn innheimtir ekki VSK. Kaupandinn verður því að reikna hann út og standa skil á honum við skattyfirvöld. Þessi kostur hefur engin áhrif á ársreikninga fyrirtækisins. Þegar vörur eru keyptar reiknar kerfið VSK-upphæðina og færir í debet á innskattsreikning og í kredit á reikning bakfærðs VSK. |
Eingöngu VSK | Þessi kostur er notaður þegar upphæðin sem er verið að bóka í þessa línu er eingöngu VSK. Þessi kostur kann til dæmis að henta þegar leiðréttingarfærsla er gerð til leiðréttingar á villu í VSK-útreikningi. |
Söluskattur | Þessi valkostur er notaður ef kerfið þarf að reikna bandarískan söluskatt í stað VSK. |
![]() |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |