Tilgreinir magn vara sem verður endursendur til lánardrottins.
Hverju sinni sem reiturinn Magn er uppfærður og skilapöntun er bókuð mun forritið sjálfkrafa leggja til afhendingu á því magni sem enn er ekki búið að afhenda. Reiknar magnið sem mismun reitanna Magn og Skilamagn afhent.
Forritið stofnar skilaafhendingar sjálfkrafa við bókun, þó því aðeins að skilapöntun hafi að geyma eina línu, að minnsta kosti, þar sem Magn skila til afhendingar stendur ekki á núlli. Með því móti stofnar notandi ekki afhendingar þar sem Magn stendur á núlli í öllum línum.
Forritið uppfærir þennan reit sjálfkrafa í hvert skipti sem birgðir eru afhentar.
Efni þessa reits má breyta vegna hlutaafgreiðslu.
Ef birgðageymslan í innkaupalínunni hefur verið sett þannig upp að hún krefjist afhendingarvinnslu og vöruhúsaaðgerðir hafa hafist getur gildið í þessum reit einungis ráðist af vöruhúsaafhendingarskjalinu. Ef reynt er að fylla út þennan reit varar kerfið við því að allt sem fært er inn hér verði hunsað við vöruhúsaðgerðirnar.
Eigi að sneiða hjá vöruhúsaðgerðum þarf að afturkalla vöruhúsaaðgerðir fyrir þessa línu.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |