Þennan reit má nota þegar jafna á innkaupahaus við bókað fylgiskjal þegar hann er bókaður. Þá er tilgreind tegund fylgiskjalsins sem á að jafna á móti.
Það er til dæmis jafnað ef kreditreikningur er jafnaður á móti bókuðum reikningi eða þegar reikningur er jafnaður á móti inngreiðslu.
Hægt er að smella á reitinn til þess að skoða lista yfir tegundir fylgiskjala.
Hægt er að velja:
-
Auður
-
Greiðsla
-
Reikningur
-
Kreditreikningur
-
Vaxtareikningur
-
Innheimtubréf
-
Endurgreiðsla
Þegar kreditreikningur er jafnaður skal velja Reikningur í Tegund jöfnunar og færa síðan reikningsnúmerið í Jöfnunarnúmer.
Reitinn má einnig nota til þess að jafna reikninga við inngreiðslur. Þá er Greiðsla færð inn sem tegund og fært inn númer þeirrar hlutfallslegu greiðslu sem þarf að jafna við reikninginn í reitnum Jöfnunarnúmer.
Mikilvægt |
---|
Ef skjalsnúmer er valið í reitnum Jöfnunarnúmer skráir kerfið sjálfkrafa inn viðeigandi tegund í reitinn Tegund jöfnunar. |
Nánari upplýsingar um jöfnunarfærslur er að finna í hjálpartextanum fyrir gluggann Jafna lánardr.færslur.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |