Tilgreinir gjaldmiðilskóta upphæðanna í innkaupalínunum.
Kerfið sækir sjálfkrafa sjálfgefinn gjaldmiðilskóta lánardrottins í töfluna Lánardrottinn þegar fyllt er í reitinn Greiðist lánardr. nr. Reiturinn er auður ef enginn gjaldmiðilskóti er tilgreindur á spjaldi lánardrottins. Hægt er að breyta gjaldmiðilskóta ef nota á annan gjaldmiðil en sjálfgefinn gjaldmiðil viðkomandi lánardrottins.
Forritið notar gjaldmiðilskóta og bókunardagsetningu í innkaupahaus til að finna það gengi sem við á í töflunni Gengi gjaldmiðils. Þetta er það gengi sem forritið mun nota til að breyta upphæðum í innkaupalínum í SGM og/eða annan gjaldmiðil skýrslu.
Til athugunar |
---|
Forritið notar gjaldmiðilskóta og vinnudagsetningu til að finna það gengi sem við á í töflunni Gengi gjaldmiðils fyrir tilboðsskjöl. |
Hægt er að skipta um gjaldmiðil með því að smella á reitinn.
Ábending |
---|
Frekari upplýsingar um hvernig á að vinna með reiti og dálka eru í Unnið með Microsoft Dynamics NAV. Nánari upplýsingar um hvernig finna má tilteknar síður eru í Leit. |